Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

13.04.2012 22:32

Snöggur Grundarfirði

6208 Snöggur SH 276
Smíðaður í Hafnarfirði 1979 í Bátalóni.  Eik og fura.  2,27 brl. 20 ha. Bukh vél.  Báturinn hét Svanur GK 205.  Eigandi Tómas Guðmundsson, Guðmundur K. Tómasson, Haraldur Tómasson og Róbert Tómasson, Grindavík frá 28. maí 1979.  Seldur 27. apríl 1983 Bjarna Bjarnasyni, Húsavík.  Báturinn heitir Sif ÞH 169 og er skráður á Húsavík 1997.
Þröstur Sigmundsson eignast bátinn, kaupir hann af dánarbúi.  Hvaða??
Vorið 2011 kaupir Þorgrímur (Toggi) Kolbeinsson bátinn af Þresti frænda sínum.  Neglir hann allan upp, skefur og málar.  Í bátunum var dýptarmælir og áttarviti.  Toggi setti nýja geyma í bátinn, siglingartæki og björgunarbát.  Vorið 2012 keypti hann tvær nýjar sænskar rúllur í bátinn.

Í dag heitir báturinn Snöggur SH 276 og er í Grundarfirði.  Eigandi er Þorgrímur "Toggi" Kolbeinsson.  Toggi sagði mér að sumir hafi nú verið frekar skeptískir á kaup hans á bátnum og spurðu hvað hann ætlaði að gera við bátinn.  Toggi sagðist ætla að róa á bátnum.  Eitthvað voru menn efins og ekki bjartsýnir fyrir Togga hönd.  Toggi réri á bátnum, byrjaði með tvær handknúnar rúllur og veiddi það sem hann mátti.  Fljótlega fékk hann sér tvær rafmagnsrúllur en sagði að hann hafi haft þær handknúnu með og veitt meira á þær heldur en rafmagnsrúllurnar.  Toggi veiddi nóg á síðasta ári og gat borgað bátinn að fullu.  Toggi kvaðst ætla aftur á strandveiðarnar núna í sumar.  Hér á kanski við máltækið, "Sá hlær best sem síðast hlær".  
 
Ég sendi Togga línu og fékk svar um hæl.  Hann segir allt gott að frétta af Snögg.  Toggi var búinn að auglýsa bátinn til sölu en kvaðst hættur við. Ég vildi vita nánar um hvenær hann eignaðist bátinn. 
Vorið 2011 kaupir Þorgrímur Kolbeinsson bátinn af frænda sínum, Þresti Sigmundssyni sem hafði keypt bátinn úr dánarbúi.  Toggi negldi bátinn allan upp, skóf og málaði.  í bátnum var Koden dýptarmælir sem var eina tækið auk áttarvita sem fylgdu bátnum.  Nýjir geymar, siglingatæki og björguanrbátur var sett í bátinn.  Vorið 2012 var fjárfest í 2 nýjum rúllum, sænskum.
Hann kvaðst ætla að taka upp vélina í vetur, smíða nýtt stýrishús, lunningar og skjólborð.

Toggi sendi eftirfarandi um Snögg 24. maí 2013:  Núna í mars og apríl 2013 var allt rifið af bátnum s.s. stýrishús, lunningar, skjólborð og vélarkassi. allt var þetta smíðað upp á nýtt og húsið látið ná allveg þvert yfir bátinn og nú er gengið inn í það að framanverðu. einnig var nýr vélakassi gerður sem að er ekki hálfur inn í stýrishúsið og þarf ég því ekki lengur að hlusta á vélina allan daginn. Hann var smíðaður VEL rúmur og átti það eftir að koma sér vel. Vélin sem var bukh dv 20 var tekinn upp og skipt m.a. um hringi sleevar, dæluhjólin ofl. ventlar ath. sem og spíssar. Nýr 24v altenator var settur við vélina frá þeim í Ásco á Akureyri og eiga þeir hrós skilið fyrir besta verðið á 55amp 24v sem og ódýrustu. reimskífunni eða 2500. og þeir eru nú ekki í rvk!  jæja eftir góða byrjun á strandveiðum Vélbúnaðarlega séð þá missti ég alla olíu af vélinni og braut hringi og rispaði slívarnar.  Þar fór það, leiðinlegt þar sem farið var í þetta sem fyrirbyggjandi aðgerðir en ekki var hægt að gráta það og ákvað ég að láta reyna á nágranna minn á Holti og keypti með hjálp góðra manna nýja 58hp TD marine vél sem er kínversk og var klárað að setja hana niður í dag. Hrólfur og co í vélsmiðjunni Berg í Grundarfirði. Nú er bara að smíða nýtt lok á vélakassann þar sem nýja vélinn er töluvert stærri en passaði þó niður í nýja stóra vélakassann :D  Krosslegg fingur og vona að allt gangi vel núna. Ég sendi þér svo myndir af verkinu við tækifæri :D

...............meira síðar


Snöggur SH 276.  Grundarfjörður 07. apríl 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24