Ferming dótturinnar var í dag. Elín Hanna fermdist í dag, 24. mars 2012, sem jafnframt er afmælsidagurinn hennar og hún 14 ára. Athöfnin í Garðakirkju var falleg og tókst mjög vel. Veislan var haldin í Skátaheimilinu í Hafnarfirði og tókst í alla staði vel. Á matseðlinum var gúllassúpa og brauð og í eftirrétt var ísterta og súkkulaðikaka. Held að gestirnir hafi ekki farið svangir heim. Nú verður slakað á, sunnudagurinn verður haldinn heilagur.
Setti albúm inn, Ferming EHR, endilega kíkið á það.


Fermingarstúlkan Elín Hanna

Kammerhópur, Auður, Þórey, Hafrún Birna, Iðunn og Elína Hanna tóku lagið fyrir veislugesti