Ég flutti í Hafnarfjörðinn 1996 og verð að viðurkenna að núna er líklega sá mesti vetur sem ég hef fengið síðan ég kom. Það hefur komið snjór áður en hann stoppaði stutt við. Nú hins vegar er búinn að vera vetur nokkuð lengi. Það er líka talsverður snjór og er það bara gaman. Konan segir að ég verði ungur aftur þegar ég keyri í snjónum, ekki slæmt að það þurfi ekki meira en snjó til þess. Ég skrapp út með myndavélina í kvöld í logni. Tók nokkrar myndir og setti í albúm. Hér er smá sýnishorn.

Mikill snjór situr í grenitrjánum. 25. janúar 2012

Trjágöng, 25. janúar 2012

Við Hafnarfjarðarhöfn, 25. janúar 2012