Gleðilegt nýtt ár ættingjar, vinir og velunnarar síðunnar.
Þá er nýtt ár hafið og spurning hvert það leiðir mann. Ég mun halda áfram á sömu braut og ég hef verið. Árið byrjaði með miklum hvelli, neeeeeeeee, en ég fór alla vegna á nýju ári, n.t.t. 1. janúar út að mynda. Ég var í Stykkishólmi um áramótin. Hef átt frekar fáar vetrarmyndir þaðan en þeim fjölgaði talsvert. Mun setja eitthvað af þeim hér inn, eina í einu eða svo.
Náði myndum af Knörr en ég hef bara verið með myndir af henni við bryggju eða uppá landi. Þarna var Knörrin af fara með hrút út í eyju, ég man ekki hvaða eyju en kanski kemur það síðar. Áramótapartý í vændum hjá hrússa og jafnvel þrettándagleði, say no more.

Knörr lætur út höfn, Stykkishólmur 01. janúar 2012

Knörr, Stykkishólmur 01. janúar 2012