Svona var veðrið í Reykjavík í dag, 11. desember 2011. Fallegt veður. Fyrri myndin er svolítið dökk en það var með vilja gert. Á seinni myndinni sem er tekin við Garðaholt má sjá bát. Þessi bátur hefur verið í smíðum þarna undanfarin ár en ég hef aldrei tekið myndir af honum. Þetta er því fyrsta myndin af bátnum sem ég tek. Að vísu er ég ekkert að mynda bátinn sérstaklega heldur átti þetta að vera svona vetrarmynd, hestar í snjónum, hesthúsin o.fl.

Veðurblíða við Reykjavíkurhöfn, 11. desember 2011

Veðurblíða var einnig á Garðaholti, 11. desember 2011