Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

08.12.2011 15:23

Þrjár kynslóðir...

Þrjár kynslóðir af Hring ÍS 305
Í færslunni hér á undan var ég að fjalla um Hring II ÍS 503 x Hring ÍS 305.  Ég hafði frétt að Stjáni rakari væri að smíða annan Hring.  Þegar ég var að skoða á netinu áðan sá ég mynd af þessum nýja Hring og ákvað þá að setja inn litla grein um þessar þrjár kynslóðir af Hring.  Þess má líka geta að eigandi allra Hringanna er Stjáni rakari.

Fyrst set ég inn mynd af gamla Hring ÍS 305 eins og hann lítur út í dag, en það er byrjað að gera hann upp.  Búið að rífa allt af honum eins og sjá má.  Hann ber reyndar aðra skráningu í dag eins og sjá má í greininni á undan.  Gamli Hringur var smíðaður af Guðna Ágústssyni 1956 á Sæbóli III á Ingjaldssandi.  Eik og fura.

Önnur myndin er fengin af vef Grétars Þórs, en Guðrún Pálsdóttir hafði sent honum þessa mynd af Stjána rakara á Hring ÍS 305, bátur tvö í röðinni.  Meira má sjá hér http://gretars.123.is/blog/2009/04/06/365165/  Þetta er Sómi 865, smíðaður í bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði 2003.  Trefjapalst.

Hringur ÍS 305 nýsmíði.  Klár að utan en nú verður hann fluttur til Reykjavíkur þar sem hann verður kláraður.  Með leyfi Emils Páls þá fékk ég að nota myndina hans sem hann tók þann 7. des. 2011 þegar báturinn var tekinn út. Meira má sjá hér http://emilpall.123.is/blog/2011/12/07/589084/  Báturinn var tekinn út úr húsi hjá Bláfelli ehf, Ásbrú (gamla varnaliðssvæðið) þann 7. desember 2011.  Trefjaplast.


6274 Hringur ÍS 305.  Mynd Rikki R


2564 Hringur ÍS 305.  Mynd Guðrún Pálsdóttir


2803 Hringur ÍS 305.  Mynd Emil Páll Jónsson

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 542
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 759527
Samtals gestir: 54630
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 09:09:23