Eins og flestir vita þá er skipsflak í Landey við Stykkishólm. Ég held að flestir hafi eitthvað sagt um þennan bát og ég er ekki undanskilin þar. Ég hef hins vegar tekið nokkrar myndir af bátnum í gegnum árin mér til gamans. Set hér inn þrjár og sýna þær kanski einhverjar breytingar á flakinu. Árið 2005 var eitthvað eftir af brúnni en 2008 var hún farin eins og sjá má.
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.