Tók þessa mynd í mars 2011 og þóttist sjá eitthvað flott út úr þessu. Arkitektúr hefur verið til umræðu varðandi byggingar við Skálholt. Þegar ég skoðaði myndirnar mínar rak ég augun í þessa og fékk hugmynd varðandi Skálholt.
Datt í hug hvort ekki væri nú bara hægt að byggja eitt stykki svona blokk í Skálholti og nota sem hótel, fá ferðamanninn á staðinn. Hvað þarf til að fá ferðamanninn í Skálholt.
Sumir segja að sagan ein og sér dragi ferðamanninn í Skálholt, aðrir vilja byggja upp gömlu húsin. Ég hins vegar fer ekki í Skálholt nema við sérstök tækifæri og þau koma mjög sjaldan, þá er ég ekki að skoða arkitektúr né nokkuð annað, þá er ég að fara í kirkju. Þegar því líkur þá fer ég heim aftur og kíki frekar eftir fuglum á leiðinni.

Arkitektúr í Hafnarfirði 9. mars 2011