Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

21.11.2011 20:32

Á slóðum kerlingar!

Á slóðum kerlingar.  Já, kerlingin í Kerlingarskarði er ekki langt þarna frá og sagan segir að hún hafi verið á leið til sínst heittelskaða út á Snæfellsnes.  Fyrstu sólargeislarnir náðu til hennar svo hún varð að steini, grei kerlingin.
Þegar ég tók þessa mynd voru síðustu sólargeislarnir á ferðinni og ætli mætti ekki segja að rétt eftir þennan tíma hefði kerlingin hlaupið af stað til að hitta karlinn.  Því miður þá kemst hún ekkert blessunin en það hefði verið gaman að sjá hana stökkva þarna milli fjallanna.
Ég er nokkuð sáttur við hvernig þessi mynd tókst til.  Birtan var sérstök, mistrið/þokuloftið setti smá dulúð í þetta.  Mér sýnist hafa tekist nokkuð vel til.


Á Snæfellsnesi, 13. nóvember 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 268
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 690585
Samtals gestir: 53358
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 13:27:05