Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

14.11.2011 09:04

Síldveiðar í Breiðafirði

Þó ég hafi skroppið í Stykkishólm nokkrum sinnum á undanförnum árum þá hafði ég aldrei orðið svo heppinn að verða vitni af því þegar síldveiðiskipin, loðnuskipin o.fl. eru að veiða uppi í landsteinunum.  Þetta breyttist í gær, 13.11.2011.  Ég kíkti á þau skip sem voru við síldveiðar.  Ég keyrði út í Ögur.  Þar inni í "stofu" var Júpíter að dæla út nótinni.  Ég segi svona, því rennan milli Kiðeyjar og Ögurs er ekki mjög breið. 
Þá voru fleiri bátar þarna, sá þrjá aðra en myndaði þá ekki.  Smellti þó tveimur fjarskafríðum myndum af tveimur saman á heimleiðinni.  Tel mig þekkja þá en þið leiðréttið ef rangt er.


Júpíter innan við Kiðey, Ögur 13. nóvember 2011


Júpíter við dælingu, Ögur 13. nóvember 2011


Þeir voru þarna fleiri við veiðar en ég náði bara svona fjarskafagri mynd af þeim:)  Er ekki viss um hverjir þetta eru en gætu verið Vilhelm Þorsteinsson EA og Beitir NK?  Var lengi að leita.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 6934
Gestir í dag: 184
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 765919
Samtals gestir: 54780
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 21:30:16