Þó ég hafi skroppið í Stykkishólm nokkrum sinnum á undanförnum árum þá hafði ég aldrei orðið svo heppinn að verða vitni af því þegar síldveiðiskipin, loðnuskipin o.fl. eru að veiða uppi í landsteinunum. Þetta breyttist í gær, 13.11.2011. Ég kíkti á þau skip sem voru við síldveiðar. Ég keyrði út í Ögur. Þar inni í "stofu" var Júpíter að dæla út nótinni. Ég segi svona, því rennan milli Kiðeyjar og Ögurs er ekki mjög breið.
Þá voru fleiri bátar þarna, sá þrjá aðra en myndaði þá ekki. Smellti þó tveimur fjarskafríðum myndum af tveimur saman á heimleiðinni. Tel mig þekkja þá en þið leiðréttið ef rangt er.

Júpíter innan við Kiðey, Ögur 13. nóvember 2011

Júpíter við dælingu, Ögur 13. nóvember 2011

Þeir voru þarna fleiri við veiðar en ég náði bara svona fjarskafagri mynd af þeim:) Er ekki viss um hverjir þetta eru en gætu verið Vilhelm Þorsteinsson EA og Beitir NK? Var lengi að leita.