Kíkti á myndlistasýningu í dag sem opnuð var í Kaffihúsinu á Álfossi, Álafosskvosinni. Þarna voru þær Ásdís Gígja og Fanný Jónmundsdóttir að sýna verk sín. Ásdís sýndi vatnslita- og olíumálverk en Fanný var með íkonamyndverk.
Ég smellti mér með myndavélina á svæðið og tók myndir af verkunum. Sá reyndar að þegar ég var að setja myndirnar inn þá gleymdi ég að taka myndir af öllum íkonamyndverkunum hennar Fannýar.
Ég hafði gaman af þessari sýningu og mæli með að menn líti á þessa sýningu og geti þá fengið sér kaffi í leiðinni.

Fanný og Ásdís við hluta verka sinna. 6. nóvember 2011

Þrjú verka Ásdísar. 6. nóvember 2011

Tvö af íkonhandverkum Fannýar, 6. nóvember 2011