Oft þegar ég keyri framhjá Heiðmörkinni og stefni í átt að Vífilsstöðum þá er alltaf eitthvað sem nær athygli minni varðandi þetta hús, Vífilsstaði. Þegar sólin skín á húsið er það eitthvað svo tignalegt. Rétt eftir að ég smellti af þessari fyrri mynd þá dró fyrir sólu. Seinni myndin sýnir þetta greinilega, skuggi er að dragast yfir vesturenda hússins (frá vinstri).

Vífilsstaðir 05. nóvember 2011

Dregur fyrir sólu 05. nóvember 2011