Á ferð minni í dag kíkti ég m.a. í Hvaleyrarlón í Hafnarfirði. Þar sá ég einn ungan gráhegra í rennunni en svo flaug hann inn í lónið. Náði að smella af myndum svona rétt til að staðfesta fuglinn.
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.