Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

21.10.2011 21:32

Máfar

Skrapp í Stykkishólm 15.-16. október og skrapp á bryggjuna.  Þarna sá ég talsvert af stórum máfur og þá datt mér í hug að setja hér inn nokkrar myndir af þessum elskum.  

Vargfugl segja flestir.  Ég sé máfana ekki sem neina vargfugla, þetta eru að mínu mati "ryksugur" hirða upp ruslið eftir okkur mennina.  Þegar hungrið sverfur að þá eiga þeir til að reyna hvað þeir geta til að bjarga sér með að stela af grillum landsmanna, kallast það ekki sjálfsbjargarviðleitni. 

Hér eru myndir af helstu máfum sem eru þekktastir hér á landi fyrir utan bjartmáfinn.


Svartbakur, Hafnarfjörður 17. október 2010


Sílamáfur, Hafnarfjörður 23. júní 2011


Hvítmáfur, Stykkishólmur 16. október 2011


Silfurmáfur, Húsavík 1993


Stormmáfur, Bakkatjörn 23. apríl 2004


Rita, Flatey 20. júlí 2004


Hettumáfur, Bakkatjörn 19. apríl 2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 429
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681759
Samtals gestir: 52733
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:30:05