Skrapp í Stykkishólm 15.-16. október og skrapp á bryggjuna. Þarna sá ég talsvert af stórum máfur og þá datt mér í hug að setja hér inn nokkrar myndir af þessum elskum.
Vargfugl segja flestir. Ég sé máfana ekki sem neina vargfugla, þetta eru að mínu mati "ryksugur" hirða upp ruslið eftir okkur mennina. Þegar hungrið sverfur að þá eiga þeir til að reyna hvað þeir geta til að bjarga sér með að stela af grillum landsmanna, kallast það ekki sjálfsbjargarviðleitni.
Hér eru myndir af helstu máfum sem eru þekktastir hér á landi fyrir utan bjartmáfinn.
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.