Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

10.10.2011 23:18

Maggi ÞH 68

Maggi ÞH 68 ex Farsæll ÞH 68, 5459
Smíðaður, af Jóhanni Sigvaldasyni skipasmið, á Húsavík 1961.  Eik og fura.  4,4 brl. 30. ha. Perkins vél.  Eigandi Bessi Guðlaugsson, Húsavík frá 2. maí 1961, hét Farsæll ÞH 68.  Seldur 29. september 1972 Kristjáni Helgasyni, Húsavík, hét Gæfa ÞH 68.  1973 var sett í bátinn 73 ha. Petter vél.  Seldur 1. janúar 1977 Þorgeiri Þorvaldssyni, Húsavík, hét Maggi ÞH 68.  Frá árinu 1993 hét báturinn Maggi ÞH 338, Húsavík og það nafn bar hann þar til honum var fargað.  Báturinn var tekinn af skrá 14. nóvember 1994.

Man ekki hvaða ár það var en þessi bátur endaði á áramótabrennu.

Heimildir:
Íslensk skip, bátar, eftir Jón Björnsson.  4 bindi, bls. 121.
aba.is http://aba.is/?modID=1&id=65&vId=105



Maggi ÞH 68, Húsavík

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 441
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681771
Samtals gestir: 52736
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:54:28