Maggi ÞH 68 ex Farsæll ÞH 68, 5459
Smíðaður, af Jóhanni Sigvaldasyni skipasmið, á Húsavík 1961. Eik og fura. 4,4 brl. 30. ha. Perkins vél. Eigandi Bessi Guðlaugsson, Húsavík frá 2. maí 1961, hét Farsæll ÞH 68. Seldur 29. september 1972 Kristjáni Helgasyni, Húsavík, hét Gæfa ÞH 68. 1973 var sett í bátinn 73 ha. Petter vél. Seldur 1. janúar 1977 Þorgeiri Þorvaldssyni, Húsavík, hét Maggi ÞH 68. Frá árinu 1993 hét báturinn Maggi ÞH 338, Húsavík og það nafn bar hann þar til honum var fargað. Báturinn var tekinn af skrá 14. nóvember 1994.
Man ekki hvaða ár það var en þessi bátur endaði á áramótabrennu.
Heimildir:
Íslensk skip, bátar, eftir Jón Björnsson. 4 bindi, bls. 121.
aba.is
http://aba.is/?modID=1&id=65&vId=105
Maggi ÞH 68, Húsavík