Myndaði Freydísi á bátadögum 2011, 02. júlí 2011, en þá var farið í hópsiglingu úr Stykkishólmi í Rúfeyjar og Rauðseyjar á Breiðafriði. Í fyrstu sigldu karlarnir í hringi svo hægt væri að mynda þá. En hvað veit ég um Freydísi:
5808 Freydís SH 18 ex Freydís NS 42.
Smíði nr. 445 frá Bátalóni 1977 í Hafnarfirði 1977. Eik og fura. 3,61 brl. 30. ha. Sabb vél. Eigandi Stefnir Einar Magnússon, Bakkafirði, frá 17. mars 1977. Báturinn er skráður á Bakkafirði 1997.
Stefnir Einar mun síðan hafa látið frænda sinn fá bátinn, en sá átti bátinn stutt. Næst eignaðist Benjamín frá Eyjum á Ströndum bátinn. Þórarinn Sighvatsson er eigandi bátsins í dag og fékk hann bátinn frá Benjamín.
Freydís SH 18, Stykkishólmur 02. júlí 2011