Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

02.10.2011 18:33

Krían

Þessi var til sýnis á Húsavík á Sail Húsavík.  Í bátnum var blað með upplýsingum um bátinn og koma þær hér að neðan.

Nordlansbat smíðaður um aldamótin 1900.  Báturinn kom fyrst til Grímseyjar og var skilinn þar eftir af skipverjum á erlendu skipi, notuðu þeir hann til að lesta skipið.  Færeyingur sigldi bátnum með seglum til Akureyrar þar sem hann var um tíma.  Jónas Jónsson (f. 1893 d. 1974) frá Ólafsfirði kaupir hann þar árið 1930.  Þar setur hann í hana vél af gerðinni Solo sem er 1,5 hestafl og er sennilega frá því í kringum 1897.  Báturinn er síðan í notkun í Ólafsfirði fram undir 1970.  Afkomendur létu gera bátinn upp í kringum 1975, það verk vann Jón Samúelsson (f. 1924 d. 2005) frá Færeyjum en hann hafði lært bátasmíði á Akureyri.  Bátur Jónasar nefndist Krían.


Krían, Húsavík 20. júlí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24