Þessi var til sýnis á Húsavík á Sail Húsavík. Í bátnum var blað með upplýsingum um bátinn og koma þær hér að neðan.
Nordlansbat smíðaður um aldamótin 1900. Báturinn kom fyrst til Grímseyjar og var skilinn þar eftir af skipverjum á erlendu skipi, notuðu þeir hann til að lesta skipið. Færeyingur sigldi bátnum með seglum til Akureyrar þar sem hann var um tíma. Jónas Jónsson (f. 1893 d. 1974) frá Ólafsfirði kaupir hann þar árið 1930. Þar setur hann í hana vél af gerðinni Solo sem er 1,5 hestafl og er sennilega frá því í kringum 1897. Báturinn er síðan í notkun í Ólafsfirði fram undir 1970. Afkomendur létu gera bátinn upp í kringum 1975, það verk vann Jón Samúelsson (f. 1924 d. 2005) frá Færeyjum en hann hafði lært bátasmíði á Akureyri. Bátur Jónasar nefndist Krían.
Krían, Húsavík 20. júlí 2011