Báturinn var smíðaður af Magnúsi Þorsteinssyni á Borgarfirði eystra 1972. Eik og fura, 3.01 brl. 22 ha. Thornycroft vél.
Eigendur frá 9. maí 1972 voru Gunnar Arason og Helgi Björnsson, Dalvík. Seinna eignaðist Gunnar bátinn einn en selidi hann 23. maí 1980 Bjarna Elíassyni, Akureyri. Seldur 2. maí 1983 Guðjóini Björnssyni frá Gerði, Vestmannaeyjum, hét Gaui gamli VE 6. Seldur 10. september 1985 Gunnari Þór Þorbergssyni, Vestmannaeyjum, hét Ari VE 42. Seldur 16. október 1985 Rúnari Gunnarssyni, Akranesi. Seldur 22. nóvember 1985 Bjarna Elíassyni, Mýrum, Kaldrananeshreppi, og Magnúsi Guðjóni S. Jónssyni, Hafnarfirði. Báturinn hét Hafrún ST 144, skráður á Drangsnesi. Seldur 3. nóvember 1989 Ágústi G. Kristinssyni, Skipholti, Vatnsleysustrandarhreppi. Báturinn bar saman nafn og númer og heimahöfn var Drangsnes. Seldur 8. nóvember 1990 Skagstrendingi hf. Höfðahreppi. Seldur 21. nóvember 1991 Ágústi G. Kristinssyni, Skipholti. Frá 14. febrúar 1992 heitir báturinn Kristín GK 73 og er skráður í Vogum 1997.
Þessar upplýsingar koma úr Íslensk skip, bátar, eftir Jón Björnsson, 1. bindi bls. 136, 5420 Kópur EA 400.
Það sem ég veit til viðbótar er að þessi bátur hét Maggi Þór GK 515 í maí 2010. Í dag heitir báturinn hins vegar Freyr KÓ 47 og hefur verið í Hafnarfjaðarhöfn. Í skipaskrá er sagt að vélin í bátnum sé Sabb 1973 módel. Hvort það sé rétt má reikna með að skipt hafi verið um vél, nema skráning í Íslensk skip hafi ekki verið rétt?
5420 Freyr KÓ 47, Hafnarfjarðarhöfn 11. september 2011