Ég sagði hér að þessi brú væri líklega síðan á stríðsárunum. Ég hef reyndar ekkert fyrir mér í því, og þó. Ég spurði mér fróðari menn um þessa brú og var sagt að þessi brú væri á svonefndum Kóngsvegi og væri því líklega frá 1907. Mjög líklega hefði herinn svo lagfært brúna.
Við skoðun á brúnni þá tel ég nokkuð ljóst að þessi brú er ekki frá því 1907, þetta er bara mín skoðun. Undir brúnni, á brúargólfinu eru nokkrar fjalir sem eru með merkingum. Brúarstæðið gæti verið frá þeim tíma en ekki þessi brú. Brúin er farin að láta verulega á sjá. Steyptu veggirnir við endana á brúnni eru að grotna niður. Stál farið að ryðga talsvert.
Við nánari skoðun í dag, 13. september kom í ljós að smá ruglingur hafði orðið, brúin er ekki á svokölluðum Kóngsvegi. Kóngsvegurinn liggur þarna rétt hjá. Brúin er líkast til byggð á stríðsárunum og vonast ég eftir svari frá breska sendiráðinu um það fljótlega.
Ég mun halda áfram að gramsa og reyna að finna eitthvað um þessa brú, mér og vonandi öðrum til ánægju.
09. janúar 2012 fékk ég símhringingu. Þar var maður sem sagði að þessi brú hafi verið smíðuð af hernum árið 1941. Herinn hafi verið með aðsetur þarna fyrir ofan og í fyrstu hafi þeir ekið þarna um vað en síðan byggt þessa brú. Hann mundi ekki hvort það var Breski eða Bandaríksi herinn sem smíðuðu brúna. Þá sagði hann mér að þessi á héti ekki Hólmsá heldur mynnti hann að hún héti Suðurá.
Ég verð að þakka einum manni. Jóhann Davíðsson vinnufélagi minn, þú ert lang bestur. En ykkur hinum til fróðleiks þá var það Jói sem vísaði mér á brúna. Hann hefur jafnframt vísað mér á nokkra aðra staði sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til. Enn og aftur, Jói Davíðs, þakka þér, vinur minn.

Brú, 10. september 2011

Brú, 10. september 2011

John Thompson 1940, 10. september 2011

Dekkið á brúnni er boltað saman, 10. september 2011