Uppi í lofti á Bátasafninu á Reykhólum hangir bátur. Þetta mun vera svokölluð Staðarskekta eða réttu nafni Björg. Þessi bátur er fyrirmyndin af Vinfasti. Hér eru upplýsingar um Staðarskektuna sem ég fann á blaði í bátasafninu.
Björg (Staðarskektan)
Björg mun vera smíðuð í Hvallátrum veturinn 1916-17 af þeim feðgum Ólafi Bergsveinssyni og Gísla Ólafssyni. Þá var Gísli 17 ára og var skektan smíðuð gagngert fyrir hann. Hún mun bera nafn ömmu Ólafs, Bjargar Eyjólfsdóttur í Sviðnum (1815-1899).
Sumarið eftir fór Gísli á skektunni upp að Stað á Reykhólum og gerðist vinnumaður og síðar ráðsmaður hjá Jóni Þorvaldssyni prófasti. Þau urðu afdrif Gísla, að hann fórst á skektunni síðla hausts árið 1925. Hann lagði af stað með póst yfir á Grónes handan Þorskafjarðar en bátinn rak mannlausan upp í lendinguna á Stað nóttina eftir eða mjög skömmu síðar.
Staðarskektan var alla tíð á Stað og var að líkindum í notkun fram undir 1970. Síðan lá hún þar á hvolfi þangað til sumarið 2005.
Hér að neðan má annars vegar sjá Staðarskektuna hangandi uppi í lofti á bátasafninu og svo Vinfast þar fyrir neðan. Vinfastur var smíðaður eftir Staðarskektunni svo þarna er tvífarar á ferð.
Björg, Staðarskektan, Bátasafn Breiaðfjarðar 31. júlí 2011
Vinfastur, Húsavík 22. júlí 2011