Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

04.08.2011 09:33

MS Sjökurs

Eitt af stóru skipunum á Sail Húsavík var MS Sjökurs.  Stórt farþegaskip svipað og Gullfoss okkar Íslendinga var.  Varðandi helstu upplýsingar um skipið þá setti ég hér inn það sem stóð á vef Sail Húsavík http://www.sailhusavik.is/islenska-2/batar-sem-taka-thatt-i-sail-husavik/ms-sjokurs/

MS Sjökurs tilheyrir svokölluðum klassískum skipum í Noregi sem voru byggð um miðja 20. öldina, en þau eru tvö, Sjökurs og systurskipið MS Nordstjernen sem einnig er í notkun. Skipin voru smíðuð Í Hamborg 1956 fyrir Hurtigruta skipafélagið sem sér um samgöngur á sjó eftir endilangri strönd Noregs. MS Sjökurs hét þá öðru nafni, Ragnvald Jarl. Skipið er nú skólaskip gert út frá Kristiansand. Það sem er sérlega áhugavert fyrir Íslendinga er að þarna er skip sem líkist MS Gullfossi, sem var okkar eina farþegaskip um árabil þ.e. frá 1950 til 1972. Það var byggt árið 1950 í Kaupmannahöfn og var heldur stærra og var með bæði fram- og afturlest sem varð til þess að farþegarými var ekki samfellt. Káetur Gullfoss höfðu ekki sér snyrtingu nema ein.  Sjökurs og Nordstjernen eru hinsvegar aðeins með framlest þannig að farþegarými er samfellt frá brú og aftur í skut og flestar káetur eru með sér snyrtingu og sturtu. Segja má að þannig hefði Gullfoss átt að vera en öll skipin eru áþekk til að sjá. Systurskipið MS Nordstjernen er nú með vinsælustu skipum Hurtigruta fyrirtækisins og er mest notað í ferðir til Svalbarða og Grænlands.

Tæknilegar upplýsingar:
Skipasmíðastöð           Blom & Voss
Staður                         Hamborg, Þýskalandi
Byggingarár                 1956
Bruttó tonn                   2191
Lengd                          75.2 m
Breidd                         12.6 m
Dýpt                            7.1 m
Vél                              10-cyl Man diesel 2960 ha
Mesti hraði                   16.9 hnútar
Farþegafjöldi                 125
Fáni                             Noregur


Sjökurs á Húsavík 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 441
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681771
Samtals gestir: 52736
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:54:28