Eitt af stóru skipunum á Sail Húsavík var MS Sjökurs. Stórt farþegaskip svipað og Gullfoss okkar Íslendinga var. Varðandi helstu upplýsingar um skipið þá setti ég hér inn það sem stóð á vef Sail Húsavík
http://www.sailhusavik.is/islenska-2/batar-sem-taka-thatt-i-sail-husavik/ms-sjokurs/
MS Sjökurs tilheyrir svokölluðum klassískum skipum í Noregi sem voru byggð um miðja 20. öldina, en þau eru tvö, Sjökurs og systurskipið MS Nordstjernen sem einnig er í notkun. Skipin voru smíðuð Í Hamborg 1956 fyrir Hurtigruta skipafélagið sem sér um samgöngur á sjó eftir endilangri strönd Noregs. MS Sjökurs hét þá öðru nafni, Ragnvald Jarl. Skipið er nú skólaskip gert út frá Kristiansand. Það sem er sérlega áhugavert fyrir Íslendinga er að þarna er skip sem líkist MS Gullfossi, sem var okkar eina farþegaskip um árabil þ.e. frá 1950 til 1972. Það var byggt árið 1950 í Kaupmannahöfn og var heldur stærra og var með bæði fram- og afturlest sem varð til þess að farþegarými var ekki samfellt. Káetur Gullfoss höfðu ekki sér snyrtingu nema ein. Sjökurs og Nordstjernen eru hinsvegar aðeins með framlest þannig að farþegarými er samfellt frá brú og aftur í skut og flestar káetur eru með sér snyrtingu og sturtu. Segja má að þannig hefði Gullfoss átt að vera en öll skipin eru áþekk til að sjá. Systurskipið MS Nordstjernen er nú með vinsælustu skipum Hurtigruta fyrirtækisins og er mest notað í ferðir til Svalbarða og Grænlands.
Tæknilegar upplýsingar:
Skipasmíðastöð Blom & Voss
Staður Hamborg, Þýskalandi
Byggingarár 1956
Bruttó tonn 2191
Lengd 75.2 m
Breidd 12.6 m
Dýpt 7.1 m
Vél 10-cyl Man diesel 2960 ha
Mesti hraði 16.9 hnútar
Farþegafjöldi 125
Fáni Noregur
Sjökurs á Húsavík 2011