Einn af þeim fuglum sem ég sá og myndaði í Flatey á Breiðafirði var snjótittlingur eða sólskríkja eins og hann kallast á sumrin. Þessi karlfugl var gæfur og komst ég nokkuð nálægt honum. Fuglinn söng hátt og mikið. Hér eru myndir af honum.

Syngjandi sólskríkja í Flatey á Breiðafirði, 30. júní 2011

"Nú er sumar ............... 30. júní 2011