Tveir síðustu stóru skúturnar á Sail Húsavík tilheyra Norðursiglingu. Tek þá báða fyrir hér en upplýsingarnar eru fengnar af vef Norðursiglingar http://www.nordursigling.is/batar-og-segl/.
Haukur var byggður í Reykjavík árið 1973 og var annar af tveimur mjög sérstökum bátum sem smíðaðir voru í Skipasmíðastöð "Jóns á Ellefu". Lengst af var báturinn gerður út frá Vestfjörðum en Norðursigling keypti bátinn árið 1996 og breytti honum á svipaðan hátt og Knerrinum og hóf hann hvalaskoðunarferil sinn sumarið 1997. Eftir 5 góðar vertíðir í hvalnum á Húsavík var báturinn settur í slipp á Húsavík þar sem honum var breytt í tveggja mastra seglskip, í stíl við fiskiskonnortu er voru algengar við Norðurland á seinni hluta 19. aldar. Sumarið 2002 sigldi Haukur svo með fólk um Skjálfanda, bæði undir seglum og sem hvalaskoðunarbátur.
Upplýsingar
BT: |
20 |
ML: |
21,5m (skrokkur 15,6) |
B: |
4,0 m |
Flatarmál segla: |
132 m2 |
Skrokkur: |
Eik |
Smíði: |
Reykjavík |
Byggt/endurbyggt: |
1973/1997/2002 |
Farþegar: |
46 |
Vél: |
Scania |
kW/hö: |
155/210 |
Höfn: |
Húsavík |
Fáni: |
Ísland |

Haukur 22. júlí 2011
Hildur var byggð á Akureyri árið 1974 af skipasmiðunum Gunnlaugi og Trausta. Trausti og synir urðu síðar góðvinir Norðursiglingar og aðstoðuðu við endurbyggingu allra bátanna. Eigendur Norðursiglingar kynntust þannig einstökum hæfileikum þeirra og áhuga á eikarbátum og settu sér það markmið að eignast síðar einn stóru bátanna þriggja sem voru byggðir í skipasmíðastöð þeirra. Það var svo sumarið 2009 sem Hildur sigldi inn höfnina á Húsavík þar sem hún var tekin upp í slipp og undirbúin fyrir siglingu til Danmerkur. Ferðin þangað tók 10 daga og í skipasmíðastöð Christian Jonsson í Engernsund var bátnum breytt í tveggja mastra skonnortu.
Upplýsingar
BT: |
35 |
ML: |
26 m (skrokkur 18 m) |
B: |
4,8 m |
Flatarmál segla: |
250 m2 |
Skrokkur: |
Eik |
Smíði: |
Akureyri |
Byggt/endurbyggt: |
1974/2010 |
Farþegar: |
50 |
Vél: |
Scania |
kW/hö: |
373/500 |
Höfn: |
Húsavík |
Fáni: |
Ísland |

Hildur, 22. júlí 2011