Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

26.07.2011 23:20

Haukur og Hildur

Tveir síðustu stóru skúturnar á Sail Húsavík tilheyra Norðursiglingu.  Tek þá báða fyrir hér en upplýsingarnar eru fengnar af vef Norðursiglingar http://www.nordursigling.is/batar-og-segl/.

Haukur var byggður í Reykjavík árið 1973 og var annar af tveimur mjög sérstökum bátum sem smíðaðir voru í Skipasmíðastöð "Jóns á Ellefu". Lengst af var báturinn gerður út frá Vestfjörðum en Norðursigling keypti bátinn árið 1996 og breytti honum á svipaðan hátt og Knerrinum og hóf hann hvalaskoðunarferil sinn sumarið 1997. Eftir 5 góðar vertíðir í hvalnum á Húsavík var báturinn settur í slipp á Húsavík þar sem honum var breytt í tveggja mastra seglskip, í stíl við fiskiskonnortu er voru algengar við Norðurland á seinni hluta 19. aldar. Sumarið 2002 sigldi Haukur svo með fólk um Skjálfanda, bæði undir seglum og sem hvalaskoðunarbátur.

Upplýsingar

BT:

20

ML:

21,5m (skrokkur 15,6)

B:

4,0 m

Flatarmál segla:

132 m2

Skrokkur:

Eik

Smíði:

Reykjavík

Byggt/endurbyggt:

1973/1997/2002

Farþegar:

46

Vél:

Scania

kW/hö:

155/210

Höfn:

Húsavík

Fáni:

Ísland


Haukur 22. júlí 2011


Hildur var byggð á Akureyri árið 1974 af skipasmiðunum Gunnlaugi og Trausta. Trausti og synir urðu síðar góðvinir Norðursiglingar og aðstoðuðu við endurbyggingu allra bátanna. Eigendur Norðursiglingar kynntust þannig einstökum hæfileikum þeirra og áhuga á eikarbátum og settu sér það markmið að eignast síðar einn stóru bátanna þriggja sem voru byggðir í skipasmíðastöð þeirra. Það var svo sumarið 2009 sem Hildur sigldi inn höfnina á Húsavík þar sem hún var tekin upp í slipp og undirbúin fyrir siglingu til Danmerkur. Ferðin þangað tók 10 daga og í skipasmíðastöð Christian Jonsson í Engernsund var bátnum breytt í tveggja mastra skonnortu.

Upplýsingar

BT: 

35

ML:

26 m (skrokkur 18 m)

B:

4,8 m

Flatarmál segla:

250 m2

Skrokkur:

Eik

Smíði:

Akureyri

Byggt/endurbyggt:

1974/2010

Farþegar:

50

Vél:

Scania

kW/hö:

373/500

Höfn:

Húsavík

Fáni:

Ísland


Hildur, 22. júlí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 774
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 759759
Samtals gestir: 54634
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 09:30:24