Kútter Johanna er smíðuð í Rye, Sussex í suður Englandi árið 1884 í skipasmíðastöð í eigu James Collins Hoad. Skipasmíðastöðin er þekkt fyrir sín fallegu skip.
Fyrsti eigandi Johanna, sem þá hét Oxfordshire og var á Englandi, var John William Haylock frá Dulwich í Surrey. Í Október 1894 keypti Georg Edv. James Moddy, skipaeigandi í Grimsby, Oxfordshire en seldi skipið aftur í desember sama ár til Jákup Dahl, kaupmanns í Vágur. Þetta var fyrsta skipið sem Jákup Dahl eignaðist.
Heimahöfn er Vágur í Færeyjum.

Kútter Johanna siglir á Skjálfanda, 22. júlí 2011

Johanna siglir á Skjálfanda 22. júlí 2011