Kominn heim eftir viku á Húsavík. Sail Húsavík, Mærudagar og endufundir með árgangi 1961 á Húsavík. Hafði rosalega gaman af þessu öllu saman og nú þarf að fara að vinna myndir. Á eftir að gera þessu öllu betri skil síðar.
Hér koma myndir af stóru skipunum sem voru á Sail Húsavík, smávegis til að sýna hvað er framundan. Miklu meira síðar.

Dagmar Aaen, smíðaður í Esbjerg 1934.

Haukur, smíðaður í Reykjavík 1973.

Pirola, tekin í notkun 1910.

Activ, 3ja mastra skonnorta, smíðuð í Danmörku 1951.

Hildur, smíðuð á Akureyri 1974.

Kútter Dragin frá Færeyjum, smíðaður í Kaupmannahöfn 1945.

Kútter Jóhanna, smíðuð í Rye, Sussex í suður Englandi 1884.