Mér hefur margoft verið bent á að ég sé ryðgaður maður. Þetta er örugglega rétt því ég hef gaman af að mynda allt sem ryðgað er. Rakst á þessa tunnu á Álftanesinu í gær og fannst mér hún taka sig ágætlega út.
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.