Loksins fór ég út eftir rúmlega viku veikindi, nældi mér í smá lungnabólgu svona rétt til að krydda tilveruna svolítið. Ákvað að kíkja hvort ég fyndi ekki einhverja sem væru að leggja lokahönd á einhverjar tryllur sem ætluðu að skreppa á Bátadaga 2011. Ég var ekki svo heppinn en ég hitti á Hilmar F. Thorarensen eiganda Hönnu ST 49 og myndaði helstu breytingar. Uppfærði aðeins sögu Hönnu eftir viðtal við Hilmar, sjá hér
http://rikkir.123.is/blog/record/511284/

Hilmar F. Thorerensen eigandi Hönnu ST 49. 13. júní 2011
Þá kíkti ég á Reykjavíkurhöfn en þar er aldrei neitt að sjá þó svo maður taki alltaf myndir. Tel þetta vera Grænlending miðað við nöfnin sem á honum voru. Þá tók ég eina mynd í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Var örlítið of seinn því þeir voru á sjóbrettum og létu draga sig á hraðbáti. Náði bara mynd þegar báturinn kom inn í höfnina.

Inuksuk 1, frá Iqaluit ex Salleq frá Nuuk. Reykjavíkurhöfn 13. júní 2011

Þessi var að draga stráka á sjóbrettum en missti af því. Hafnarfjarðarhöfn 13. júní 2011