Smá viðbót við það sem ég skrifaði áður. Ég setti hér neðst að nú væri að sjá hvort Náttís vildi gera eitthvað í málinu. Ég var að vonast til að fá smá viðbrögð hér inn en ekkert svoleiðis gerðist. Hins vegar þá var þetta sett inn á hóp fuglaskoðara. Ég veit hins vegar að þeir sem sjá eiga um að farga dýrum er lögreglan og ég hef talað við kollega mína í Hafnarfirði vegna þessa. Ég ætlaðist ekki til að þetta rataði neitt annað en hingað og hér vildi ég fá viðbrögðin. Verð greinilega að nota aðra taktík til að fá viðbrögð. Hvað svo verður gert kemur í ljós, lögreglan í Hafnarfirði ætlar að kíkja á málið og sjá hvort þeir finni gæsirnar.
Upphafleg skrif
Ég veitti þessum tveimur grágæsum athygli þar sem þær virtust í fyrstu svo gæfar. Svo sá ég hvað var að, þær eru báðar vængbrotnar. Önnu sýnilega verr farin en hin. Ég velti fyrir mér hvað hafi gerst og datt strax í hug að þar sem þarna er hestagyrðing og vír strengdur yfir rennuna sem liggur síðan undir veginn í átt að Kasthúsatjörn. Ég sá grágæsir í smá leikjum og var mikill hamagangur. Mér datt helst í hug að þessar tvær hafi verið í svona leikjum og endað á vírnum. Alla vegna þessir ræflar eru þarna og nú er að sjá hvort Náttúrufræðistofnun vill gera eitthvað í málinu.
Tvær vængbrotnar grágæsir, Álftanes 07. maí 2011