Þann 1. maí var allt á kafi í snjó hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tók því smá rúnt til að sjá hvernig fuglarnir hefðu það. Flestir fuglar héldu sig í fjörunum þar sem autt var. Þó rakst ég á einn og einn sem vappaði um í snjónum. Þessar grágæsir og þúfutittlingurinn voru á Álftanesinu á kafi í snjón. Hins vegar er síðasta myndin tekin sama dag úti við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Þar var enginn snjór þ.e. við tjörnina. Á þessari mynd má sjá vel hvernig felubúningur þúfutittlingsins virkar. Hann er ekkert of greinilegur þó myndin sé þokkalega nálægt.

Grágæs á Álftanesi, 01. maí 2011

Grágæsir á Álftanesi, 01. maí 2011

Þúfutittlingur á Álftanesi, 01. maí 2011

Þúfutittlingur við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, 01. maí 2011