Leit við á Álftanesinu í dag og smellti myndum af því sem kallað er kviðdökk margæs eða austræn margæs en þær flokkast til flækingsfugla. Þessar kviðdökku margæsir sjást hér nánast á hverju ári, ein og ein. Hér sjáiði vel muninn á þessum margæsum og hvers vegna hún er kölluð kviðdökk.

Kviðdökk margæs til hægri. Álftanes 26. apríl 2011
Þá er blessuð lóan líka komin til landsins og ég náði að smella einni af henni líka. Þessi er merkt en því miður næ ég ekki að lesa á merkið.

Heiðlóa við Kasthúsatjörn á Álftanesi 26. apríl 2011