Þegar ég var við Bakkatjörn að mynda kom fólk til að gefa fuglunum brauð. Það eru skiptar skoðanir á þessum brauðgjöfum og ætla ég ekkert að tjá mig um það, með eða móti. Búinn að fá nóg af svoleiðis kosningum undanfarið. Hins vegar er gaman að sjá þegar afar og ömmur mæta með barnabörnin nú eða bara foreldrar. Sum börnin dugleg og vilja líka borða brauðið, önnur vilja ná fuglunum og hlaupa um völt á fótunum o.s.frv. Hér eru tvær sem teknar voru nánast á sama tíma. Vel má sjá að sól er á fyrri myndinni en svo dró fyrir sólu og þá varð frekar gráleitt.

Afinn með barnabarnið. Bakkatjörn 10. apríl 2011

Þessi vildi aðallega hlaupa á eftir öndunum. Bakkatjörn 10. apríl 2011