Leit við á Bakkatjörn í dag og horfið á "svanavatnið". Þarna var eitt par sem vildi ráða ríkjum á tjörninni. Karlinn réðist að öðrum álftum og hrakti þær á brott. Kom síðan að kerlu sinni og hafði hátt, hún tók á móti honum með útrétta arma. Þau hneigðu sig hvort fyrir öðru og héldu svo af stað í rómantískan sundtúr saman. Mjög áhrifarík sena í þessu þekkta verki. Hér eru fjórar myndir sem lýsa þessu líka.
Karlinn kom á fullri ferð ef vel unnið verk og frúin tók honum opnum örmum.
Hún lýtur höfði, ber mikla virðingu fyrir honum, hann er sterkur og hugrakkur.
Þá hneigir herran sig fyrir frúnni.
Orðin sátt og lögðu af stað í göngu ég meina sundtúr.
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.