Tók myndir af Björgu á Flateyjardögum, siglingunni. Hafliði Aðalsteinsson veit eitthvað um þennan.
Í bókinni Íslensk skip, bátar, 1. bindi bls. 55 er sagt frá Björgu sem þá hét Harpa BA.
Smíðaður sennilega í Bjarneyjum fyrir 1900. Fura. Um 3 brl. Vélarlaus fyrst.
Eigandi Magnús Magnússon, vert í Flatey. Bátnum var breytt í vélbát 1935 þegar Valdimar Ólafsson, Hvallátrum, eignaðist hann og setti í bátin 7 ha. Skandia vél. Hann nefndi bátinn Björgu. Valdimar seldi bátinn 1941 Jóni Daníelssyni, Hvallátrum. 1948 var sett í bátinn 10 ha. Skandia vél. 1960 var sett í hann 10 ha. Kelvin vél. 1981 var báturinn seldur Jóni V. Aðalsteinssyni, Hvallátrum. 1987 var sett í bátinn 18 ha. Sabb vél. Frá 1992 er skráður eigandi bátsins Hvallátur hf., Hvallátrum, og þar er báturinn 1996.
Held það hafi verið árið 2009-2010 sem unnið var að lagfæringum á Björgu. Nánar um það síðar....
Björg, Flatey 3. júlí 2010