6773 Fáni SH 42 var smíðaður á Bíldudal 1928. Eik og fura. 4,47 brl. 18 ha. Sabb vél.
Eigandi Ísleifur Jónsson, Stykkishólmi, frá 23. maí 1986, þegar báturinn var fyrst skráður. Ekki er getið um eigendur fyrir þann tíma. Báturinn tekinn af skrá 5. júní 1992.
Upplýsingar: Íslensk skip, bátar, eftir Jón Björnsson. Bók nr. 3 bls. 142.
Á mynd í bókinni er Fáni SH frambyggður bátur. Í dag er báturinn í skúrnum hjá Jóni Ragnari Daðasyni. Ekkert hefur verið unnið við bátinn frá því ég sá hann fyrst.
Fáni, 3. mars 2011