Nú fer tími ferminga að renna í garð. Þá er ekki úr vegi að rifja upp mína eigin fermingu. Ekki ætla ég að skrifa mikið en get þó sagt að það var eftirmynnilegur dagur, eins og hjá flestum held ég. Hér er fermingarmyndin mín, tekin af Pétri Jónassyni ljósmyndara á Húsavík. Þegar hann tók þessa mynd voru liðin mörg ár frá því hann byrjaði að mynda og hann er enn að. Tja, þessi slaufa maður, stærri en andlitið á manni:-) - Tískuslys eða hvað? Svona var þetta í þá daga, réttlætir það ekki eitthvað?
Aftasta röð: Lárus, Rabbi, Hreinsi, Ég, Hákon, Jónas Reynir, Jónas Óskars, Sibbi, Jóhanna Sigurbjörns., Eyþór, Bendi, Palli, Kiddi Eiðs.
Miðju röð: Dóra, Kaja, Villa, Ragga, Inga Hjálmars, Aðalbjörg Ívarsd, Júlla.
Fremsta röð: Begga, Sigga, Inga Helga, Sr. Björn H. Jónsson, Magga, Sigrún Arnórsd, Sigrún Jónsd.

Fermingarbörn í Húsavíkurkirkju 1975. Ljósmynd: Pétur Jónasson ljósmyndari