Vantar hjálp! Ég er að safna myndum af flóabátnum Konráð BA 152. Eina myndin sem ég á af Konráði er stýrishúsið af honum sem er í Flatey. Hugmyndin hjá mér núna er að setja eitthvað um bátinn hér inn á síðuna. Tengdapabbi var vélstjóri á Konráð. Mér væri mikil hjálp í því ef þið eigið myndir af Konráð eða vitið um einhverja sem eiga myndir af honum og ég ætti möguleika á að fá. Allar myndir vel þegnar, jafnvel myndir af fólki um borð í Konráð. Mikill vill meira, segir einhversstaðar.
Efri myndina, hér að neðan, af Konráð með gamla stýrishúsinu, fann ég í safni tengdaforeldra minna. Neðri myndina fékk ég hjá Rafni Ólafssyni. Þakka ég þeim kærlega fyrir lánið á myndunum.

Flóabáturinn Konráð BA 152. Ljósmynd úr safni tengdaforeldra minna.

Flóabáturinn Konráð BA 152 með nýrra húsinu. Ljósmynd: Rafn Ólafsson