Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

08.11.2010 21:11

Konráð BA 152

Vantar hjálp!  Ég er að safna myndum af flóabátnum Konráð BA 152.  Eina myndin sem ég á af Konráði er stýrishúsið af honum sem er í Flatey.  Hugmyndin hjá mér núna er að setja eitthvað um bátinn hér inn á síðuna.  Tengdapabbi var vélstjóri á Konráð.  Mér væri mikil hjálp í því ef þið eigið myndir af Konráð eða vitið um einhverja sem eiga myndir af honum og ég ætti möguleika á að fá.  Allar myndir vel þegnar, jafnvel myndir af fólki um borð í Konráð.  Mikill vill meira, segir einhversstaðar. 
Efri myndina, hér að neðan, af Konráð með gamla stýrishúsinu, fann ég í safni tengdaforeldra minna.  Neðri myndina fékk ég hjá Rafni Ólafssyni.  Þakka ég þeim kærlega fyrir lánið á myndunum.


Flóabáturinn Konráð BA 152.  Ljósmynd úr safni tengdaforeldra minna.


Flóabáturinn Konráð BA 152 með nýrra húsinu.  Ljósmynd: Rafn Ólafsson

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 759034
Samtals gestir: 54610
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 04:09:57