Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

06.11.2010 23:05

Spekingar spjalla

Ég held ég halli ekki á neinn með fyrirsögninni á þessari færslu, "Spekingar spjalla".  Ég kíkti á endursmíði Kára í dag til að sjá hvernig gengi.  Hitti á þrjá mjög fróða menn um báta.  Þetta voru Ólafur A. Gíslason, Valdimar Jónsson og Hafliði Aðalsteinsson.  Held ég hafi stoppað þarna í um 2 1/2 klst. og það "vall upp úr þeim fróðleikurinn".  Ég hafði mjög gaman af því að ræða við þá og heyra hvað væri framundan í bátageiranum.  Ég þakka þessum heiðursmönnum kærlega fyrir mig.  Ólafur er nú ekki alveg laus við mig því ég mun halda áfram að fylgjast með þessari endursmíði.  Fleiri myndir af stöðu mála í myndaalbúminu Kári.


Ólafur A. Gíslason, Valdimar Jónsson og Hafliði Aðalsteinsson.


Borðin eru vandlega felld á sinn stað.


Búið að setja eina borðaröð allan hringinn.  Ólafur skrúfar og neglir allt fast.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 759034
Samtals gestir: 54610
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 04:09:57