Ég held ég halli ekki á neinn með fyrirsögninni á þessari færslu, "Spekingar spjalla". Ég kíkti á endursmíði Kára í dag til að sjá hvernig gengi. Hitti á þrjá mjög fróða menn um báta. Þetta voru Ólafur A. Gíslason, Valdimar Jónsson og Hafliði Aðalsteinsson. Held ég hafi stoppað þarna í um 2 1/2 klst. og það "vall upp úr þeim fróðleikurinn". Ég hafði mjög gaman af því að ræða við þá og heyra hvað væri framundan í bátageiranum. Ég þakka þessum heiðursmönnum kærlega fyrir mig. Ólafur er nú ekki alveg laus við mig því ég mun halda áfram að fylgjast með þessari endursmíði. Fleiri myndir af stöðu mála í myndaalbúminu Kári.

Ólafur A. Gíslason, Valdimar Jónsson og Hafliði Aðalsteinsson.

Borðin eru vandlega felld á sinn stað.

Búið að setja eina borðaröð allan hringinn. Ólafur skrúfar og neglir allt fast.