Við fengum gest um miðjan júlí, þetta var Gunnsa systir mín og var hún hjá okkur í nokkra daga. Við skruppum í dagsferðir til að skoða okkur um. Laugardaginn 17. júlí ákváðum við að slást í för með vinum okkar frá Höfn. Þau voru á leið hinn víðfræða Gullna þríhyrning. Við ákváðum að fylgja með í þessa ferð og aupair stúlkan okkar, Gunnsa, fékk að koma með. Sunnudaginn 18. júlí var svo farið á ströndina. Þetta var ströndin neðan við Hafið Bláa en þar hittum við aðra vini okkar. Myndir af þessum ferðim okkar er að finna í sér albúmi. Hér má þó sjá smá sýnishorn.
Þingvellir 17. júlí 2010
Strokkur 17. júlí 2010
Gullfoss 17. júlí 2010
Jarlhettur, myndin tekin frá Gullfoss. 17. júlí 2010
Brúarhlöð. 17. júlí 2010
Gunnsa og Elfa Dögg bleyta fæturna á ströndinni. 18. júlí 2010
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.