Eitthvað fellur nú alltaf eitthvað til af fuglum þegar maður er á ferð um landið. Hér eru þrjár tegundir. Rjúpan kom hlaupandi og stillti sér upp fyrir mig þegar ég stoppaði bílinn. Himbriminn var nú ekki alltof nálægt og kroppaði ég talsvert utanaf myndinni til að hún væri þó það sem hún er. Ritan hins vegar kom í mat sem gefin var í Flatey líkt og kríurnar en þarna sést hún með hluta úr flaki.

Rjúpa við Kaldbak, Húsavík. 08. ágúst 2010

Himbrimi með stálpaðan unga, Kaldbakstjarnir, Húsavík. 08. ágúst 2010

Rita. Flatey á Breiðafirði 31. júlí 2010