Átti leið um Reykjavíkurhöfn í dag. Þar voru Sigurður Ólafsson og Rifsnes nýskveraðir og glæsilegir. Annað sem bar fyrir augun var að verið var að sjósetja Bjargfugl. Fleiri bátar voru á ferðinni og í myndaalbúmi má sjá fleiri myndir.
173 Sigurður Ólafsson SF 44. Reykjavík 27. ágúst 2010
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.