Þegar ég var á Húsavík um daginn sá ég að Baldur var að koma inn í höfnina. Ég smelli nokkrum myndum af honum og þegar hann nálgast Hafnargarðinn svokallaða þá tók báturinn svona léttan danssnúning. Að því loknu hélt hann áfram inn í höfnina og lagðist að bryggju. Ekki veit ég hvað þetta var nema þá helst að skipperinn hafi séð ljósmyndarann og tekið danssnúning fyrir hann. (Haffi hann hefur haldið að þetta værir þú) Að sjálfsögðu tók ég myndir af bátnum í þessum snúningi og má sjá hluta þeirra hér og fleiri eru í myndaalbúmi http://rikkir.123.is/album/default.aspx?aid=186989 Held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég næ mynd af bát frá öllum hliðum á sömu mínútunni! Snéri á punktinum eins og sagt er.
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.