Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

30.07.2010 01:28

Fólk í Flatey

Alltaf er nú gaman að taka myndir af fólkinu í Flatey.  Þá á ég helst við "íbúa" Flateyjar frekar en ferðamennina, þó þeir setji sterkan svip á eyjuna.  Hér eru fjórar myndir af "íbúum" Flateyjar við hin ýmsu verk og ein af ferðamönnum.  Gunnar stiður tankinn svo hann detti ekki, þ.e. tankurinn. Elín Hanna liggur og gefur öndunum brauð, því ekki standa.  Guðmundur var að skrapa en náði varla upp og hélt sér þá í hæsta punktinn og hálfhékk þarna, til þerris líklega.  Þá var það sá gamli á Millustöðum sem ég veit ekki hvað heitir, en reikna með að það komi frá einhverjum.  Að lokum er mynd af tveimur ferðamönnum, útlendingum, græjukörlum, hef ekki fleiri lýsingarorð yfir þá.  Ekki laust við að maður óski sér að þeir gefi manni græjurnar, svona af því bara.  Nóg komið í bili.


Gunnar Sveinsson Eyjólfshúsi.  Flatey 27. júní 2010


Elín Hanna gefur ungum brauð.  Flatey 28. júní 2010


Guðmundur hangir á mæninum á Vogi.  Flatey 02. júlí 2010


? við Setrið á Myllustöðum.  Flatey 02. júlí 2010


Svo ein af útlendum græjukörlum.  Ekki laust við að maður öfundi þá.  Flatey 02. júlí 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1409
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 8642
Gestir í gær: 203
Samtals flettingar: 769036
Samtals gestir: 54875
Tölur uppfærðar: 13.7.2025 04:33:59