Þá eru myndirnar fyrir bátadagana komnar inn. Ef ég hef þetta rétt þá voru þarna 10 bátar plús 3 fylgdarbátar. Ég ætla að setja nöfn þeirra allra inn á myndirnar svo þið eigið að sjá hvað þeir heita. Vona bara að ég ruglist ekki. Þetta voru allt glæsilegir bátar sem þarna voru á ferð. Ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég geri einum bátnum aðeins meira undir höfði en hinum þar sem eigendurnir komu í heimsókn í Bræðraminni. Í þessari bátalest voru tveir bátar frá Hvallátrum - Ólafur og Björg, einn frá Skáleyjum - Bjargfýlingur, tveir úr Flatey - Hringur og Rita, einn með tengls við Rauðseyjar - Gustur, tveir frá Patreksfirði - Máni og ?, einn frá Reykhólum - Hafdís og svo Sprengur sem ég náði ekki hvaðan kæmi en eigandi hans er Hjalti Hafþórsson.

Hluti af bátunum sem komu siglandi til Flateyar ö3. júlí 2010

Sprengur, eigandi Hjalti Hafþórsson. 03. júlí 2010

Máni, frá Patreksfirði. Flatey 03. júlí 2010