Kominn heim. Var í Flatey á Breiðafirði frá 26. júní til 3. júlí og kom heim með 1357 myndir sem ég þarf að fara yfir og skoða. Í Flatey var margt að gerast, fuglar, fólk, þrennir tónleikar og bátadagar svo eitthvað sé nefnt. Tók myndir af þessu öllu. Reyni að setja inn myndir eins hratt og kostur er og blanda því soglítið svo allir geti notið
Ákvað að setja inn tvær myndir svona til að hita sjálfan mig upp. Fyrri báturinn var settur á flot 02. júlí til að gera klárt fyrir bátadaga í Flatey. Báturinn heitir Hringur, eigandi Bjarni í Bergi.
Seinni myndir er af Gusti sem var einn af tíu bátum sem komu siglandi í Flatey á bátadögum 03. júlí 2010. Mun setja inn myndir frá Bátadögum við fyrsta tækifæri.

Hringur á siglingu við Flatey á Breiðafirði, 02. júlí 2010.

6872 Gustur SH 172. Bátadagar í Flatey 03. júlí 2010.