Ég ætlaði mér að taka myndir af kríu en það tókst ekki en þessi stelkur var aðeins rólegri. Þegar hann svo flaug upp tók hann smá hring í kringum mig svo ég náði að smella af nokkrum sinnum. Ég er sáttur við afraksturinn. Líklega hefur stelkurinn átt hreiður eða unga þarna nálægt. Viðvörunarbjallan hans var á fullu, hvort sem hann flaug eða sat.


Sveimar yfir mér, átti líkast til unga þarna nálægt eða hreiður.

Stelkur, Seltjarnarnes 24. júní 2010