Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

20.06.2010 23:51

Sápukúluhúsið?

Þegar ég horfði yfir að Hörpunni í dag velti ég því fyrir mér hvar arkitektinn hafi fengið hugmyndina að þessum gluggum og litum í glerinu.  Eftir smá umhugsun áttaði ég mig á þessu öllu saman.  Arkitektinn var í baði þegar hann fékk hugmyndina af lögun glugganna og litum.  Ef þú heldur uppi sápulöðri og kíkir inní löðrið þá sérðu allavegna brot þar sem sápukúlurnar límast saman, þannig er lögun glugganna í Hörpunni.  Varðandi litina þá koma allskonar litbrot í sápukúlurnar og það eru litirnir í gluggunum.  Hér sjáiði á hvaða stigi Harpan er að utanverðu í dag og neðri myndin sýnir litina í glerinu.  Þetta er alla vegna mín skoðun á þessu.


Harpan, 20. júní 2010


Glerið í Hörpunni

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 2394
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 5344
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 882986
Samtals gestir: 60190
Tölur uppfærðar: 26.8.2025 19:23:52