Ég kíkti út á Hlíðsnes og veitti athygli að sumar fuglategundir eru komnar með unga. Sá æðarfugl með nokkra unga og þá rakst ég á þennan stelksunga á hlaupum. Sá kríuegg en ekki sá ég neina unga hjá kríunni, ekki ennþá.

Stelksungi á hlaupum, Hlíðsnes 11. júní 2010

Kría. Hlíðsnes 11. júní 2010