Við feðginin förum stundum í hjólatúra og þá er höfnin í þægilegri fjarlægð. Ég hef gömlu myndavélina yfirleitt meðferðis og stoppa annað slagði ef ég sé eitthvað markvert. Til stór-frænku minnar á Húsavík langar mig að segja að það er baksvipur með ykkur frænkunum:-) Nú styttist í skólaslitin hjá Elínu Hönnu og er þá sjötti bekkur á enda. Við foreldrarnir eru mjög stolt af hvernig henni hefur gengið í prófunum. Gamla settinu líður þokkalega fyrir utan að ég þurfti að láta klippa af mér hálfa tánögl af stórutá í dag og tek því rólega næstu daga, látum þetta gróa vel. Nóg af þessu. Hafið það öll sem best. Magga mín vildi ekki setja myndina af þér hér með Elínar Hönnu mynd, vildi ekki gera þér það. Fyrir ykkur hin þá er myndin í albúmi "Húsvíkingar fyrr og nú" :-)

Elín Hanna kíkir á höfnina í Hafnarfirði 30. maí 2010

Elín Hanna hjólar til baka. 30. maí 2010