Komst í tæri við nokkra fugla við Lækinn í Hafnarfirði í gær. Setti nokkrar myndir inn. Ég sá tvo merkta sílamáfa en náði bara mynd af öðrum þeirra, hinn var með ljósblátt merki. Þá hef ég oft viljað ná hinu fullkomna hjarta hjá álftinni en það hefur ekki tekist ennþá, þið sjáið afraksturinn samt hér að neðan.

Sílamáfurinn YC64 við Lækinn í Hafnarfirði, 15. maí 2010

Ástin liggur í loftinu. Álftir við Lækinn í Hafnarfirði 15. maí 2010

Stokkandarpar við Lækinn í Hafnarfirði, 15. maí 2010