Ég skrapp einn bátarúnt þann 28. apríl 2010 og kíkti m.a. á Reykjavíkurhöfn og Snarfarahöfnina. Margt var að gerast í Reykjavíkurhöfn, bátar að koma og fara. Þá voru menn að gera báta klára og á fyrstu myndinni hér að neðan er verið að gera Lunda klárann. Ef menn ná að stækka myndina þá má sjá manninn fremst á Lunda missa hníf sem hann var að vinna með og hnífurinn er í lausu lofti, ber í mastrið. Í höfn Snarfara mátti sjá menn vera að gera klárt. Einn var að keyra upp mótorinn og athuga hvernig hann gengi. Þá veitti ég því athygli að "snekkjurnar" eru margar komnar á flot. Setti slatta af myndum inní albúm, Skip og bátar 2010.
950 Lundi í Reykjavíkurhöfn 28. apríl 2010
Vélin keyrð, Snarfarahöfn 28. apríl 2010
Aquarius í Snarfarahöfn 28. apríl 2010